Það verður nóg um að vera í Ullarverinu um páskana. Það er opið alla dagana í kringum páska nema það verður lokað á Páskadag.

Mikið úrval af garni og ullarvörum, sjón er sögu ríkari.

Á Skírdag verður Tupperware markaður eða lagersala þar sem hægt verður að næla sér í síðustu eintökin af Tupperware.

Laugardaginn 19. apríl á milli 12:00 og 18:00 verður opin vinnustofa þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að þæfa sér lyklakippu. Takmarkað pláss er í hvert sinn en hægt er að taka á móti hámark 8 manns í einu. Hægt er að tryggja sér pláss með því að panta á heimasíðunni Bókunarsíða – Ullarverið sjá mynd fyrir neðan.

Einnig má hringja í 8936423 eða senda tölvupóst á ullarver@ullarver.is til að tryggja sér sæti.

Það er líka hægt að mæta og sjá hvort einhver pláss eru laus.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Fleiri pistlar