
Ýmis fróðleikur
Eitt af markmiðum Ullarversins er að auka þekkingu á íslensku sauðkindinni og vinnslu ullar.
Íslenskt handverk er nátengt afurðum íslensku sauðkindarinnar og er því stór þáttur í menningararfi okkar Íslendinga. Við munum leitast við að læra og miðla fornum og nýjum aðferðum við handverkið.
Safnað verður saman fróðleik til að miðla til almennings. Vonandi getur sá fróðleikur gagnast komandi kynslóðum.
Fræðsla og námskeið
Ullarverið mun standa fyrir námskeiðum í þeim þáttum sem snýr að ullarvinnslu, litun, þæfingu, spuna ofl.
Góð aðstaða er í Ullarverinu til að vinna hin ýmsu verkefni sem fólk vill ekki endilega vinna í eldhúsinu heima hjá sér.



Hnallþóra frá Sölvholti
Ljósmyndari: Dodda
Vinnustofur
Ullarverið bíður uppá að leigja pláss fyrir styttri verkefni. Hægt verður að leigja dagparta til að vinna einstök verkefni.

Litun
Stefnt er að því að koma upp aðstöðu til litunar í Ullarverinu sem hægt verður að bóka. Einstaklingar geta þá bókað aðstöðuna og unnið að sínu handverki í umhverfi sem hentar slíkri vinnslu.

Þæfing
Ullarverið býður uppá áhöld og aðstöðu til þurrþæfingar. Einnig er stefnt er að því að bjóða uppá aðstöðu til blautþæfingar

Ýmis tæki
Í Ullarverinu verður hægt að leigja sér tíma í ýmsum tækjum eins og Cricut vínilskera, hitapressu, útsaumssaumavél ofl.

Spuni og vefnaður
Aðstaða til að spinna í höndum og að setja upp í vefstól verður einnig í boði í Ullarverinu.
Spurt og svarað
Fróðleikur og fræðsla
Hvað viltu vita?
Hér að neðan er ýmis fróðleikur sem við höfum sankað að okkur. Endilega sendu fyrirspurn á netfangið ullarver@ullarver.is ef þú er með spurningu.
Gerð íslensku ullarinnar
Ull af íslensku sauðfé skiptist í þel og tog. Aðeins örfá sauðfjárkyn af þeim hundruðum sem til eru í heiminum í dag eru með slíka tveggja hára uppbyggingu.
Tog er lengra og grófara en þelið. Það er slétt og vatnsfráhrindandi. Togið myndar verndarhjúp um þelið og ver féið fyrir vindi og veðrum. Toghárin gefa íslensku ullinni styrk og strúktúr.
Þelið eru fínustu og stystu hár reyfisins og finnast í reyfinu innanverðu og mynda þar svokallaðan þelfót. Í íslensku ullinni er um 88% af öllum hárum í reyfinu þelhár en vegna þess hve stutt þau eru og fín vega þau ekki nema um 50% af þunga reyfisins.
Þelhárin í íslensku ullinni eru frábrugðin öðrum vegna þess að þau eru óreglulega liðuð. Til dæmis verður þelþráður úr íslenskri ull fyrirferðameiri en þráður úr jafn mörgum hárum af t.d. merinólull því hárin falla ekki þétt hvert að öðru í þræði. Þelhárið heldur einnig meira lofti og einangrar betur en þráður úr merinóull.