Sumarið leið eins og óð fluga og upp er runninn september. Fyrir fyrirtæki eins og Ullarverið er þetta uppskerumánuður eins og reyndar hjá flestum fyrirtækjum sem eru tengd landbúnaði á einhvern hátt. Það þarf að sækja ullina af fjöllum og koma henni til síns heima.
Uppskeruhátíð Hrunamannahrepps verður haldin næstkomandi laugardag eða 6. september, Ullarverið tekur að sjálfsögðu þátt í Uppskeruhátíð og það verður opið og kaffi á könnunni fyrir gesti og gangandi. Fjallafrúin verður með þjóðbúninga til sýnis á saumastofu sinni.
Sumarið gekk vonum framar og núna er bara að skipuleggja námskeið og hittinga fyrir veturinn. Dagskráin er ennþá í mótun en staðfest er námskeið í þæfingu þann 4. október sjá nánar um dagskrána hér Bókunarsíða – Ullarverið
Við erum þakklátar fyrir móttökurnar og vonum að Ullarverið festi sig í sessi og haldi áfram að þjóna uppsveitunum.