Síðustu mánuði höfum við verið að leggja áherslu á að ná að opna verslun Ullarversins fyrir jól. Þetta er alveg að bresta á, við munum auglýsa nánari opnunartíma í framhaldinu.

Vörurnar í versluninni eru smátt og smátt að detta inn. Yndislegt ullargarn frá West Yorkshire Spinners í Bretlandi, léttlopi frá Ístex, prjónablöð og prjónavörur. Unicorn þvottaefni fyrir ullarvörur og garn ásamt frábæru mýkingarefni frá sama fyrirtæki.

Vörur í umboðssölu verða einnig fyrirferðamiklar, Hölsa hálspúði, VæruKær kúrukoddi, lopapeysur, þæfðir sokkar og skór og fleira.

Eitt er víst að við munum hafa opið laugardaginn 30. nóvember og svo eitthvað í desember.

Fleiri pistlar