Það hefur verið gestkvæmt í Ullarverinu í vor og byrjun sumars. Skemmtilegar heimsóknir innlendra hópa sem vilja koma og forvitnast um starfsemina og vöruúrvalið. Það er alltaf skemmtilegt að fá svona hópa og finna áhugann á því sem við erum að gera. Við fáum hvatningu og ábendingar og stundum sögur af því sem áður hefur verið reynt í sambandi við ullarvinnslu.
Við tökum alltaf á móti hópum hvort sem það er á opnunartíma eða ekki, þannig að ef þið viljið koma með hóp þá er bara að senda okkur skilaboð eða tölvupóst og við finnum tíma saman.
Við erum alltaf að auka við vöruúrvalið og er núna von á nýju garni frá samstarfsfyrirtæki okkar í Bretlandi, Blacker Yarns. Einnig hefur túristatraffík aukist svoldið hjá okkur og gætum við því bætt við okkur í handunnum minjagripum í umboðssölu ef einhver er í svoleiðis vinnslu 🙂
Við erum bjartsýnar á framtíðina og móttökurnar hafa verið góðar og það var alveg greinilegt að það vantaði almennilega garnbúð hér í Uppsveitir Árnessýslu.
Verið ávalt velkomin í Ullarverið.